SkagaTV: Jói Kalli fór beint heim að grilla borgara


„Ég hef ekki tíma til að fagna mikið. Ég þarf að fara heim og grilla hamborgara handa börnunum mínum sem eru heima.

Mamma þeirra fór að heimsækja barnið sem við seldum frá okkur – og ég þarf að sjá um þessa hluti og það er bara gaman,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson í léttum tón við skagafrettir.is eftir 3-1 sigur ÍA gegn KA í PepsiMax-deild karla í dag í knattspyrnu.

Þetta var fyrsti leikur ÍA í deild þeirra bestu á þessari leiktíð og var gríðarlega góð stemning á Norðurálsvellinum.