Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er nýr leikmaður hjá ÍA sem leikur í Inkasso-deild kvenna í sumar á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Hún er fædd árið 2003 og hefur leikið upp alla yngri flokka Vals. Ólöf Sigríður verður 16 ára á þessu ári.
Ólöf Sigríður hefur leikið alls 14 landsleiki með U-16 og U-17 ára landsliðum Íslands og skorað alls 8 landsliðsmörk.
Ólöf Sigríður hefur skorað mikið af mörkum fyrir ÍA á undirbúningstímabilinu og er framherjinn ungi staðráðin í því að skora 15 mörk í sumar fyrir ÍA.
Nánar í þessu viðtali hér fyrir neðan.