Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, átti frábæran lokahring á móti Omega Dubaí Moonligth Classic á LET Evrópumótaröðinni í dag. Þetta kemur fram á golf.is
Mótið fór fram á hinum þekkta Faldo velli á Emirates Golf Club.
Valdís lék lokhringinn á 68 höggum eða -4 en hún lék hringina þrjá á +3 samtals (72-79-68).
Á lokahringnum fór Valdís Þóra upp um 20 sæti.