Jón Gísli skoraði fyrir Ísland í 3-2 sigri gegn Rússum


Fjórir Skagamenn eru í U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu karla sem fagnaði 3-2 sigri gegn Rússlandi í úrslitum Evrópumótsins.

Oliver Stefánsson, Jón Gísli Eyland Gíslason og Ísak Bergmann Jóhannesson voru í byrjunarliði Íslands. Hákon Arnar Haraldsson var á varamannabekknum.

Jón Gísli gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark Íslands á 28. mínútur og kom liðinu í 2-0. Andri Lucas Guðjohnsen skoraði þriðja mark Íslands á 32. mínútu. Fyrsta mark Íslands var sjálfsmark hjá Rússum

Leikið er í Dublin á Írlandi. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Ungverjum á þriðjudag.