Kári fékk átta gullverðlun og setti átta Íslandsmet


Kári Geirlaugsson átti stórkostlega helgi á Íslandsmóti Garpa í sundi sem fram fór um helgina.

Kári var eini keppandinn frá ÍA sem tók þátt en hann landaði alls 8 gullverðlaunum.

Þar að auki setti Kári Íslandsmet í flokki 70-74 ára í alls átta sundum.