Öruggur sigur hjá Kára gegn Völsungi


Kári byrjaði vel í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Káramenn sigruðu Völsung frá Húsavík 4-0 í Akraneshöllinni.

Sigur Kára var sannfærandi og er Kári í efsta sæti deildarinnar.

Andri Júlíusson (27.) og Ólafur Karel Eiríksson (32.) skoruðu fyrir Kára í fyrri hálfleik og staðan var 2-0 í hálfleik.

Hilmar Halldórsson (51.) bætti við þriðja markinu og Eggert Kári Karlsson gulltrygði sigurinn með marki á 76. mínútu.