Kakó, kleinur og frítt í sund fyrir „plokkara“


Miðvikudagurinn 8. maí er dagurinn til þess að sameina útiveru og umhverfismeðvitund.

Á þeim degi hvetur Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness bæjarbúa til þess að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins.

Aðildarfélög Íþróttabandalags Akraness ætla að tína upp rusl á völdum svæðum milli kl. 17:00 – 18:30 .

Að vinnu lokinni verður boðið upp á kakó og kleinur við Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum.

Einnig verður frítt í sund fyrir alla sem taka þátt.

Nánari upplýsingar á vef Akraneskaupstaðar.