Fjölmargir gestir mættu í ársafmæli Smiðjuloftsins á Akranesi um liðna helgi.
Mikill kraftur hefur verið í starfinu á Smiðjuloftinu frá því að staðurinn var opnaður fyrir ári síðan. Þar er hægt að gera ýmislegt sér til dundurs í frábærri aðstöðu.
Í afmælinu var boðið upp á línuklifur fyrir alla sem þorðu, söngstund á efri hæðinni, þrautabraut fyrir utan í góða veðrinu og almennt dund og föndur.
Í lok dags efndu svo Smiðjuloftið og ÍA til Hraðaklifurmóts þar sem flottur hópur klifrara spreyttu sig á lóðréttu spretthlaupi.




















