Bæjarbúum boðið að taka þátt í formlegri opnun frístundamiðstöðvar


Það stendur mikið til á laugardaginn þegar ný frístundamiðstöð verður opnuð með formlegum hætti við Garðavöll á Akranesi.

Bæjarbúum er boðið að taka þátt en dagskráin stendur yfir frá 12-15.

Opið hús fyrir gesti og gangandi til kl. 15:00 með kaffiveitingum

Formleg vígsla hússins og ræðuhöld verða kl. 13:00

Það verður margt í boði á þessum degi fyrir gesti. Þar má nefna kynningu á golfi fyrir byrjendur á öllum aldri, kylfur á staðnum. SNAG golf fyrir unga sem aldna. Hoppukastali við litla æfingavöllinn, andlitsmálun og grillaðar pylsur fyrir börnin. Tilvalið að gera sér ferð upp á golfvöll og skoða þessa frábæru viðbót á Akranesi. Og á sama tíma skoða hvað Golfklúbburinn Leynir hefur upp á bjóða.