Fjölmargir tóku þátt í söfnun Hollvina HVE fyrir sjúkrarúmum


Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunnar Vesturlands fór fram um s.l. helgi.

Um 300 félagar eru í hollvinasamtökunum og gáfu félagsmenn 5 sjúkrarúm sem nýtt verða á HVE.

Þar að auki var greint frá því að 8 sjúkrarúm verða keypt til viðbótar. Að baki þeirri gjöf standa fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök.

Vilhjálmur Birgisson tilkynnti að Verkalýðsfélag Akraness muni leggja fram framlög til kaupa á þremur sjúkrarúmum.

Vignir G. Jónsson ehf. tilkynnti um kaup á einu rúmi, einn aðili sem óskar nafnleyndar lagði fram framlag í eitt rúm, Lionsklúbbur Borgarnes framlag í eitt rúm.

Halldór Hallgrímsson greindi afhenti áþriðja hundrað þúsund kr. úr stórafmæli sínu nýverið þar sem hann afþakkaði gjafir en óskaði eftir framlögum til hollvinasamtakanna.

Jafnframt var tilkynnt um að fyrirtækin Dala jörvar, Sigurgarðar sf, Bifreiðastöð ÞÞÞ og Akraneskaupstað um framlög sem nýtast til kaupa á einu rúmi. Jafnframt hefur ÞÞÞ boðist til að flytja öll rúm fyrir hollvinasamtökin endurgjaldslaust.

„Stjórn hollvinasamtakanna vil færa þessum einstaklingum og forsvarsmönnum fyrirtækja og félagasamtaka sem hafa sýnt Hollvinasamtökum HVE þennan einstaka hlýhug og gjafmildi. Án framlaga þessa aðila og þeirra sem hafa lagt hollvinasamtökunum lið á síðustu árum ásamt félagsmönnum þá væri engin samtök. Rúmin sem nú eru gefin kostar hvert 500 þús. krónur en með framangreindum 5 rúmum þá nema gjafir hollvinsamtakanna meira en 70 milljónum króna frá stofnun árið 2014.

Viljum við benda þeim einstaklingum sem vilja styðja við samtökin að árgjald er einungis 3.000 kr. og til að gerast félagsmaður er hægt að senda skilaboð hér á facebook.

Janus Guðlaugsson flutti jafnramt á fundinum mjög áhugavert erindi um heilsueflingu.