Tveir hafa áhuga á að eignast Kútter Sigurfara


Tveir aðilar hafa áhuga á að fá Kútter Sigurfara til umráða. Þetta kemur fram á vef RÚV. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um framhaldið.

Eins og áður hefur komið fram hefur bæjarstjórn Akraness óskað eftir því að Sigurfara verði fargað – ef ekki tekst að finna áhugasama aðila sem vilja fjarlægja skipið og eignast það þar með.

Kútterinn er mjög illa farinn og kostnaðarsamt að gera hann upp.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/29/dagar-kutter-sigurfara-bratt-a-enda-ahugasamir-geta-eignast-skipid/