Ólöf Sigríður á skotskónum fyrir ÍA í jafntefli gegn FH


Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði mark ÍA í 1-1 jafntefli liðsins gegn FH í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur ÍA á Íslandsmótinu í næst efstu deild. FH féll úr Pepsi-Maxdeild kvenna í fyrra og er spáð góðu gengi í sumar.

Tori Jeanne Ornela markvörður ÍA tók út leikbann í þessum vegna rauðs spjalds sem hún fékk í lokaumferðinni í fyrra.

Selma Dögg Björgvinsdóttir kom gestunum úr Hafnarfirði yfir með marki á 55. mínútu. Markið kom eftir hornspyrnu þar sem að Selma fékk boltann við vítateigshornið og þrumaði í markið.

Ólöf Sigríður jafnaði metin með marki á 63. mínútu. Hún fékk boltann í vítateignum eftir góða sókn ÍA og afgreiddi hann í netið.