Skagamenn áfram á sigurbraut – lögðu Íslandsmeistaralið Vals


Skagamenn halda áfram að gera góða hluti í Pepsi-Maxdeild karla í knattspyrnu. Í kvöld gerði liðið sér lítið fyrir og lagði ríkjandi Íslandsmeistaralið Vals 2-1 á útivelli.

Óttar Bjarni Guðmundsson og Arnar Már Guðjónsson skoruðu mörk ÍA í fyrri hálfleik. Bæði með skalla eftir fast leikatriði. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Gary Martin, sem hóf feril sinn á Íslandi með ÍA, skoraði fyrir Val úr vítaspyrnu á 57. mínútu.

Nýliðar ÍA eru deila nú efsta sætinu með 7 stig eftir þrjár umferðir en ÍA hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli.

Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn FH miðvikudaginn 15. maí kl. 19:15