Hörkuleikir framundan í Frumherjabikarnum í golfi


Það eru hörkuleikir framundan í Frumherjabikarnum hjá Golfklúbbnum Leyni. Framundan er holukeppni í einni elstu golfkeppni Leynis. Keppt var fyrst um Frumherjabikarinn árið 1986.

Athygli vekur að báðir útibússtjórarnir í bönkunum sem eru með útibú á Akranesi komust í 16-manna úrslit og væri áhugavert að sjá þá mætast síðar í keppninni.

S.l. sunnudag tóku 29 keppendur þátt í forkeppninni og kepptu um að komast í eitt af 16 efstu sætunum.

Helstu úrslit:

Höggleikur með forgjöf

1.sæti, Þröstur Vilhjálmsson 68 högg
2.sæti, Trausti Freyr Jónsson 69 högg
3.sæti, Heimir Fannar Gunnlaugsson 72 högg

Höggleikur án forgjafar (besta skor)

1.sæti, Davíð Búason 72 högg

Nándarverðlaun (par 3 holur)

3. hola: Tómas Kárason 83cm
8. hola: Trausti Freyr Jónsson 1.54m
14. hola: Viktor Elvar Viktorsson 6.25m
18. hola: Björn Viktor Viktorsson 3.92m

Að loknum höggleik fer fram holukeppni með forgjöf þar sem 16 efstu komast áfram.

Eins og sjá má hér fyrir neðan eru margir áhugaverðir leikir á dagskrá í 1. umferð. Feðgarnir Trausti Freyr Jónsson og hinn 12 ára gamli Tristan Freyr Traustason eru á meðal keppenda – og gætu mæst í næstu umferð.

Eftirfarandi leikir eru á dagskrá í 1. umferð.

Þröstur Vilhjálmsson – Haukur Þórisson

Davíð Búason – Alfreð Þór Alfreðsson

Trausti Freyr Jónsson – Davíð Örn Gunnarsson

Heimir Fannar Gunnlaugsson – Magnús Daníel Brandsson

Guðjón Viðar Guðjónsson – Viktor Elvar Viktorsson

Búi Örlygsson – Kristleifur Brandsson

Hannes Marinó Ellertsson – Þórður Elíasson

Einar Gíslason – Tristan Freyr Traustason