ÍA áfram í mjólkinni – Erla Karitas tryggði sigurinn gegn FH


Erla Karitas Jóhannesdóttir var hetja ÍA í kvöld þegar liðið sigraði FH í 2. umferð Mjólkubikarkeppni kvenna í knattspyrnu.

Erla Karitas skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði ÍA áframhaldandi þátttöku í keppninni.

Liðin léku nýverið í Inkasso-deild kvenna á Íslandsmótinu og þeim leik lauk með jafntefli.

Erla Karitas Jóhannesdóttir.

Leikurinn fór fram í kvöld á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Á sama tíma og fyrra undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í Ísrael.

ÍA konur skemmtu sér án efa mun betur í þessum leik en þeir sem fylgdust með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á sama tíma.