Guli liturinn ræður ferðinni á leikdögum á Rakarastofu Gísla


Gísli Guðmundsson og starfsfólkið á Rakarastof Gísla halda áfram hefðinni sem skapaðist í fyrra á leikdögum hjá ÍA í knattspyrnunni.

Gísli og Carmen Llorens klippa viðskiptavinina í dag í gula ÍA búningnum. Þessi háttur var hafður á í fyrra og vakti athygli.

„Viðskiptavinum okkar hér á Rakarastofu Gísla finnst þetta flott framtak. Svona erum við bara og við viljum hafa gaman í vinnunni. Með þessu viljum við sýna félaginu stuðning. Það er skemmtilegt í vinnunni hjá okkur og sérstaklega þegar við erum í gula búningnum,“ segir Gísli Guðmundsson eigandi Rakarastofu Gísla við Skagafréttir.

Á rakarastofu Gísla starfa Carmen Llorens hársnyrtir og Arnþór Helgi sonur Gísla er í afgreiðslunni og ýmsum öðrum störfum yfir sumartímann.

Díana Carmen Llorens, Gísli Guðmundsson og Arnþór Helgi Gíslason.