SkagaTV: „Flottasta markið sem ég hef skorað fyrir ÍA“


Bjarki Steinn Bjarkason var hetja Skagamann í kvöld þegar liðið sigraði FH 2-0 í Pepsi-Maxdeild karla í knattspyrnu á Norðurálsvellinum.

Bjarki Steinn skoraði bæði mörk liðsins, það fyrra á 3. mínútu og það síðari um miðjan síðari hálfleik. Bjarki Steinn er á 19. ári og hefur stimplað sig vel inn í Skagaliðið frá því hann kom til ÍA frá Aftureldingu haustið 2017. Hann á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana en faðir hans, Bjarki Sigurðsson, var einn fremsti handknatleiksmaður veraldar á sínum tíma.

„Síðarar markið sem ég skoraði er það flottasta sem ég hef skorað fyrir ÍA og í meistaraflokksleik. Jói Kalli þjálfari hefur sýnt mér mikið traust og ég er þakklátur fyrir það og reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Ég ætla að verðlauna mig með einum bragðaref í kvöld,“ sagði Bjarki Steinn við Skagafréttir í kvöld. Viðtalið er í heild sinni hér fyrir neðan.