SkagaTV: Svona hljómar Hljómur kór FEBAN


Hljómur, kór Félags eldri borgara á Akranesi, hefur æft vel á undanförnum misserum undir handleiðslu Lárusar Sighvatssonar.

Á laugardaginn mun Hljómur taka þátt á kóramóti í Hafnarfirði.

Þar mun kórinn syngja fjölmörg lög en Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, leikur undir með kórnum.

Skagafréttir litu við á síðustu æfingu kórsins fyrir kóramótið og hér fyrir neðan má sjá og heyra hversu góður þessi hópur er.

Vel gert og góða skemmtun.