Foreldrar eru bestir í forvörnum – „Ungt fólk 2019“


Grunnskólar Akraness og félagsmiðstöðin Arnardalur standa fyrir áhugaverðum fundi í Þorpinu mánudaginn 20. maí kl. 18:00.

Á fundinum mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu fara yfir niðurstöður úr könnuninni ,,Ungt fólk 2019“ .

Akraneskaupstaður, eins og fjölmörg önnur sveitafélög er í samstarfið við Rannsóknir og greiningu sem leggur fyrir könnun árlega undir heitinu ,,Ungt fólk“.

Könnunin er um hagi og líðan barna í grunnskóla.

„Foreldrar eru bestir í forvörnum og ekkert gerist nema með samstilltu átaki foreldra. Vonumst til að sjá ykkur sem flest. Saman getum við allt,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum fundarins.