Einar Logi hetja Skagamanna – ÍA á toppnum eftir 1-0 sigur gegn Blikum


Einar Logi Einarsson var hetja Skagamanna í kvöld þegar hann skoraði sigurmark ÍA gegn Breiðabliki í toppslag Pepsi-Maxdeildar karla.

Liðin voru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinn fyrir leikinn.

Með sigrinum er ÍA eitt í efsta sæti deildarinnar með 13 stig að loknum 5 umferðum og þriggja stiga forskot á Breiðablik.

Einar Logi skoraði eina mark leiksins á 94. mínútu eða á lokasekúndum leiksins.

Einar Logi sagði m.a. þetta í viðtali á Visir.is eftir leikinn.

„Þetta var kannski bölvuð heppni á staðsetningunni hjá mér en boltinn dettur fyrir lappirnar á Stebba [Stefán Teitur Þórðarson] sem neglir honum í átt að markinu og ég bara set fótinn í hann og boltinn endar út í horni. Þetta er bara geggjað“, sagði hetja Skagamanna þegar hann var beðinn um að lýsa markinu.