Góður sigur ÍA gegn Fjölni á útivelli í Inkasso-deild kvenna


Ungt og efnilegt lið ÍA sigraði Fjölni á útivelli, 3-1, í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Um var að ræða leik i 2. umferð næst efstu deildar en ÍA gerði jafntefli gegn FH í 1. umferð.

Staðan var jöfn, 0-0, í hálfleik en Erla Karitas Jóhannesdóttir kom ÍA yfir á 60. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fyrir ÍA..

Hjördís Erla Björnsdóttir minnkaði muninn fyrir Fjölni þegar um 10 mínútur voru eftir. Veronica Líf Þórðardóttir skoraði þriðja mark ÍA á 90. mínútu.

Með sigrinum er ÍA með 4 stig eftir tvo fyrstu leikina. Einn sigur og eitt jafntefli.