Nemendur dönsuðu á Akratorgi í veðurblíðunni


Það var mikið um að vera á Akratorgi í gær í veðurblíðunni á Akranesi.

Þar var boðið upp á dans þar sem að nemendur í 6. bekk Brekkubæjarskóla brugðu á leik ásamt vinabekk frá Carr’s Glens Primary School í Belfast á Norður-Írlandi.

Þetta verkefni er liður í Erasmus+ verkefninu „And action“ sem Brekkubæjarskóli er þátttakandi í.

Kvikmyndataka: Snorri Kristleifsson