Bjarki Steinn samdi við ÍA á ný – „Frábær stemning í hópnum“


„Ég er mjög ánægður með að gera nýjan samning við ÍA. Það er frábær stemning í hópnum og liðsheildin er mjög þétt. Tímabilið hefur byrjað ótrúlega vel og það er virkilega gaman að taka þátt í því,” segir Bjarki Steinn Bjarkason sem skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA.

Bjarki Steinn er fæddur árið 2000 og er uppalinn í Aftureldingu en hefur spilað með ÍA síðan 2018. Hann hefur spilað 26 leiki með félaginu og skorað í þeim þrjú mörk.

Knattspyrnufélag ÍA fagnar því að náðst hafi nýr samningur við Bjarka Stein og telur að hann verði einn af lykilmönnum liðsins á komandi árum.

„Það er stór áfangi að ungur og efnilegur leikmaður eins og Bjarki sé búinn að semja til lengri tíma við félagið. Þetta sýnir að hann er með metnaðinn í lagi og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni.” sagði Sigurður Þór Sigursteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA.