Myndasyrpa frá veðurblíðunni á Akranesi – Stuttbuxur, bolur og takkaskór


Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við Skagamenn á undanförnum dögum og vikum.

Milt veður og nánast logn upp á hvern einasta dag.

Sólin hefur látið sjá sig af og til. Þar á meðal í dag, föstudaginn 24. maí.

Það má með sanni segja að sumardagarnir séu nú þegar orðnir fleiri en þeir voru allt sumarið 2018.

Bærinn vaknar svo sannarlega til lífsins á slíkum dögum. Á æfingasvæði ÍA við Jaðarsbakka nutu ungir iðkendur veðurblíðunnar. Stuttbuxur, bolur og takkaskór dugði í dag fyrir flesta. Við vonum að það verði enn fleiri dagar á þessu sumri eins og dagurinn í dag.

Skagafréttir litu við á æfingasvæðinu í dag og hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu.