Dreyri stækkar reiðhöllina á Æðarodda á eigin kostnað


Hestamannafélagið Dreyri á Akranesi hefur ákveðið að stækka fyrirhugaða reiðskemmu sem reist verður á Æðarodda á eigin kostnað.

Tillaga þess efnis var samþykkt í bæjarráði Akraness.

Forráðamenn Dreyra vilja stækka skemmuna um 125 fermetra og nýta reynslu hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi í þessum efnum.

Í samkomulagi milli milli Akraneskaupsstaðar og hestamannafélagsins Dreyra sem undirritað var þann 1. maí 2018 er gert ráð fyrir reiðskemmu að stærð 1.125 m2 , eða með öðrum orðum 25 m x 45 m.

Eftirfarandi kemur fram í greinargerð frá hestamannafélaginu Dreyra:

Í ljósi örrar þróunar og nútíma krafna í hestaíþróttinni er það mat undirbúningshóps reiðskemmu Dreyra að mannvirkið verði 1.250 m2
, eða 25 m x 50 m. Þetta er aukin stærð upp á 125 m2 miðað við undirritað samkomulag.


Þegar undirbúningur fyrir byggingu reiðskemmu á Æðarodda stóð yfir á síðustu árum var mikið horft til reiðhallar hestamannafélagins Sleipnis á Selfossi sem vígð var vorið 2012, en það er límtréshús að stærð 25m x 50m.

Nú, aðeins 7 árum síðar, hafa Sleipnisfélagar ákveðið að stækka sína höll upp í 60 metra á lengdina en mikil starfsemi er í reiðhöllinni.

Við teljum því skynsamlegt að byggja reiðskemmu á Æðarodda sem munar einu sperrubili eða 5 metrum., þannig að hún verði 50 metrar á lengd.

Okkar mat er að það sé hagstæðara að gera það núna heldur en að lengja skemmuna eftir einhver ár. Kostnaðaraukning við þetta eina sperrubil er
lítið miðað við heildarkostnað mannvirkis og á ekki að auka framlag Akraneskaupsstaðar vegna byggingarinnar.



http://localhost:8888/skagafrettir/2018/05/24/dreyri-faer-langthrada-reidskemmu-a-aedarodda/