SkagaTV: Einar Logi eftir 2-0 sigurinn gegn Stjörnunni


Einar Logi Einarsson skoraði fyrra mark ÍA í 2-0 sigri liðsins gegn Stjörnunni í PepsiMax-deild karla í kvöld á Norðurálsvellinum.

Varnarmaðurinn hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð en hann skoraði síðast fyrir sjö árum í efstu deild á Íslandi.

Einar var að vonum glaður eftir leikinn í kvöld eins og sjá má í viðtalinu hér fyrir neðan.

Skagamenn eru í efsta sæti PepsiMax-deildarinnar með 16 stig að loknum 5 umferðum. Liðið hefur unnið fjóra leiki en gert eitt jafntefli.