Framkvæmdir við Kalmanstorg og Esjubraut hafnar og standa fram á haust


Framkvæmdir við Kalmanstorg og Esjubraut hófust í dag 27. maí.

Töluverð röskun verður á svæðinu en skipt verður um jarðveg og yfirborð götunnar verður endurnýjað. Framkvæmdinni verður skipt upp í tvo hluta. Áætluð verklok eru í september 2019 á fyrri hlutanum og í nóvember 2019 á síðari hlutanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Einnig verður nýr göngu- og hjólastígur gerður norðan við Esjubraut. Veitur munu endurnýja allar lagnir samhliða þessum framkvæmdum.

Áætlaður framkvæmdatími er til septemberloka 2019 í fyrri hlut verkefnisins.

Seinni hlutinn, frá gatnamótum við Smiðjuvelli / Dalbraut að Esjutorgi, verður svo unninn í framhaldinu og eru áætluð verklok við þann hluta í nóvember 2019.

Gatnamót við Smiðjuvelli / Dalbraut verða lokuð á meðan framkvæmdir við seinni hluta standa yfir.

Ljóst er að þessar framkvæmdir valda töluverðu raski fyrir íbúa og vegfarendur á þessu svæði. Mikilvægt er að sýna þessu aðstæðum skilning og að fara með gát um svæðið. Tímabundin óþægindi munu skila betra og öruggari umhverfi fyrir alla vegfarendur að loknum framkvæmdum.