Líf og Sjóvá fræddu nemendur um brunavarnir


Á dögunum fóru fulltrúar tryggingafélagsins Sjóvá og Slysavarnadeildarinnar Líf á Akranesi í heimsókn í 10.bekk Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Heiðarskóla.  

Tilefnið var að fræða nemendur um brunavarnir.

Þar má nefna að skilja ekki síma eða tölvur eftir uppí rúmi og passa að taka hleðslutækin úr sambandi eftir notkun þeirra.

Einnig voru þau frædd um mikilvægi þess að hafa reykskynjara á heimilinu.

Nemendurnir fengu síðan reykskynjara að gjöf sem þau voru hvött til að setja upp í herberginu sínu.