Mikill fjöldi áhorfenda á Norðurálsvelli – sjáðu magnaðar loftmyndir


Það er mikill meðbyr með ÍA í fótboltanum þessa dagana. Gengi liða ÍA er gott og stuðningsmenn láta sig ekki vanta á leikina.

Eins og sjá má á þessari loftmynd sem Hjalti Sig tók á meðan leikur ÍA og Stjörnunnar fór fram í gær.

Þar má sjá hreyfimyndir úr lofti þar sem að Steinar Þorsteinsson skorar annað mark liðsins.

Rétt tæplega 1.800 áhorfendur voru á leiknum í gær og er það met á þessari leiktíð.

Áhorfendamet var sett í sept­em­ber árið 1996. Þá mætti 5.801 áhorf­andi á Akra­nesvöll þar sem KR nægði jafn­tefli til að verða meist­ari en ÍA vann sann­fær­andi sig­ur, 4:1 – og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum.