Arnór Sigurðsson átti frábæran leik í gær í lokaumferð rússnesku deildarinnar með CSKA Moskvu .
Skagamaðurinn skoraði eitt marka liðsins og lagði upp annað fyrir félaga sinn úr íslenska landsliðinu, Hörð Björgvin Gunnarsson.
Þetta var fyrsta tímabil Arnórs með CSKA Moskva. Hann skoraði alls 5 mörk í úrvalsdeildinni og tvívegis í Meistaradeild Evrópu.
Þess má geta að hann er nú þegar næst markahæsti íslenski leikmaðurinn í Meistaradeild Evrópu. Aðeins þrír Íslendingar hafa skorað í þeirri deild. Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason.