Guðjón Þórðarson hefur farið vel af stað sem þjálfari knattspyrnuliðsins NSÍ í færeysku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Skagamaðurinn er með lið sitt í toppbaráttunni í „Betri deildinni“ eins og úrvalsdeildin kallast í Færeyjum.
NSÍ er í öðru sæti deildarinnar eftir 11 umferðir. Heimir Guðjónsson, fyrrum lærisveinn Guðjóns hjá KR, er þjálfari HB sem er í fimmta sæti með 10 stig.
RÚV er með skemmtilegt viðtal við Guðjón sem tekið var eftir síðasta leik liðsins. Þar segir Guðjón m.a. að gæðin í færeysku deildinni hafi komið sér á óvart og það fer vel um hann í Runavík þar sem liðið er staðsett. Viðtalið er í heild sinni í myndbandinu hér fyrir neðan.
Guðjón er einn sigursælasti þjálfari Íslands og hefur þjálfað stór félög erlendis . Hann var einnig þjálfari A-landsliðs Íslands um tíma. Í viðtalinu segir Guðjón að hann hafi ekki verið viss um að fá þjálfarastarf að nýju eftir 6 ára fjarveru frá fótboltanum.
Staðan í færeysku Betri deildinni:
Það fer vel um Guðjón í Runavík en hann var alls ekki viss hvort honum byðist aftur starf í fótbolta eftir sex ára fjarveru frá boltanum.