Hjón og pör bregða á leik með kúlur og kylfur á Garðavelli


Það stendur mikið til næsta laugardag á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni.

Opið Hjóna – og paramót er á dagskrá þann 1. júní en slík mót hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum út um allt land.

Þar sameinast hjón og pör í leik með kúlur og kylfur.

Keppnisfyrirkomulagið er Texas-Scramble. Nú þegar hafa á þriðja tug hjóna og para skráð sig til leiks.

Veðurspáin er glæsileg og Garðavöllur hefur sjaldan verið betri á þessum árstíma. Lokahóf verður haldið í mótslok í nýrr og glæsilegri Frístundamiðstöð á Garðavelli.

StayWest og Hótel Laxárbakki eru með tilboð á gistingu fyrir þátttakendur í mótinu.

Akranes Guesthouse (StayWest), Vogabraut 4 er með tilboð á gistingu á laugardaginn, kr. 8.000 nóttin fyrir tvo í tveggja manna herbergi og hægt er að fá morgunverð á 1.500kr á manninn.

Herbergin eru öll með sér baðherbergi og aðgangi að sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsstofu.

StayWest, [email protected]
Service number: +354 868 3332
www.staywest.is

Hótel Laxárbakki býður þátttakendum í paramóti Golfklúbbsins Leynis tilboð í gistingu, tveggja manna deluxe herbergi með morgunmat kr. 12.000.

Hótel Laxárbakki s. 551 2783
www.laxarbakki.is www.facebook.com/laxarbakki