Frábær sigur gegn Þrótti – kvennalið ÍA komst í 8-liða úrslit Mjólkurbikarkeppninnar


Kvennalið ÍA lék frábærlega í síðari hálfleik gegn Þrótti úr Reykjavík í gær í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu.

Staðan var dökk í fyrri hálfleik þar sem að gestirnir skoruðu tvö mörk. Staðan var 2- 1 í hálfleik.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði fyrir ÍA á 24. mínútu. Fríða Halldórsdóttir jafnaði metin á 55. mínútu og Eva María Jónsdóttir tryggði sigurinn á 75. mínútu.

Leikurinn var í beinni útsendingu á ÍATV og er leikurinn í heild sinni hér.