Lagt til að Kaja fái að selja veitingar í þjónustuhúsi við Guðlaugu


Bæjarráð Akraness leggur til að samið verði við Kaja organic ehf. um veitingasölu í þjónustuhúsinu við Guðlaugu við Langsand.

Tillaga þess efnis var samþykkt í bæjarráði nýverið.

Samstarfið er tilraunaverkefni sem gildir frá 25. maí til 31. ágúst 2019.