Myndband: Skagamaður setti Ástralíu-met í fallhlífarstökki í Bandaríkjunum


Skagamaðurinn Jón Ingi Þorvaldsson tók þátt í því að setja nýtt Ástralíumet í fallhlífarstökki um s.l. helgi. Alls tóku 130 stökkvarar þátt í því að setja Ástralíumet – og stökkið var framkvæmt á fall­hlíf­ar­stökksvæðinu Skydi­ve Perr­is í Kali­forn­íu.

Jón Ingi segir í viðtali við mbl.is að hann hafi verið heppinn að fá að komast inn í hópinn.

„Þeir [Ástr­al­ar] hafa ekki aðstöðu til að setja met af þess­ari stærðargráðu á heima­velli og því nýta þeir sér aðstöðuna hjá Perr­is og hafa jafn­framt þann hátt­inn á að leyfa allt að fjórðungi þátt­tak­enda að vera út­lend­ing­ar, það er ekki Ástr­al­ar,“ út­skýr­ir Jón Ingi og það var ein­mitt þessi út­lend­inga­hóp­ur, „Friends of Aussies“ sem svo kall­ast, sem hann fékk aðgang að.

Það sem aðgerðin snýst um er að ákveðinn fjöldi fall­hlíf­ar­stökkvara myndi fyr­ir­framákveðið mynstur í frjálsu falli . Fyrra metið var 120 manns og Skagamaðurinn tók því þátt í að skrifa nýjan kafla í sögu fallhlífarstökksins í Ástralíu.

Ólína Jónsdóttir, fyrrum kennari og aðstoðarskólastjóri á Akranesi, er móðir Jóns Inga sem er fæddur árið 1970. Faðir Jóns Inga, Þorvaldur Þorvaldsson, lést árið 1985 en hann starfaði lengi sem kennari á Akranesi.

Jón Ingi komst heldur betur í hann krappann í október á síðasta ári eins og lesa má í þessari frétt.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/11/04/skagamadur-i-bradri-haettu-i-fallhlifarstokki-sjadu-myndbandid/