Arnór Snær og Steinar sömdu á ný við ÍA


Leikmenn karlaliðs ÍA halda áfram að skrifa undir nýja samninga við félagið.

Arnór Snær Guðmundsson og Steinar Þorsteinsson skrifuðu nýverið undir nýja samninga við ÍA.

Arnór samdi til tveggja ára en varnarmaðurinn er fæddur árið 1993 og hefur leikið stórt hlutverk með ÍA undanfarin ár. Hann kom til ÍA frá Aftureldingu í Mosfellsbæ og hefur leikið yfir 100 leiki með ÍA.

Steinar samdi til þriggja ára en sóknarmaðurinn er fæddur árið 1993. Hann hefur leikið yfir 70 leiki með ÍA og verið í lykilhlutverki með liðinu.