Góð ferð í Breiðholtið hjá kvennaliði ÍA


Kvennalið ÍA gerði góða ferð í Breiðholtið í gær þegar liðið sótti ÍR heim í Inkasso-deildinni.

ÍA landaði þar góðum 3-0 sigri þar sem sterkur varnarleikur ÍA lagði grunninn að sigrinum.

Sigur ÍA hefði getað verið mun stærri miðað við öll færin sem liðið fékk í leiknum.

Mörk ÍA gerðu:

Aníta Sól Ágústsdóttir

Fríða Halldórsdóttir

Eva María Jónsdóttir

ÍA er þar með áfram í harðri toppbaráttu í Inkasso-deildinni með átta stig í öðru sæti.

Næsti leikur liðsins er miðvikudaginn 19. júní gegn Haukum en sá leikur fer fram á Norðurálsvelli.