Stefán Teitur skoraði í 2-1 sigri gegn Dönum


Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrir U-21 árs landslið Íslands í gær í 2-1 sigri liðsins gegn Dönum á útivelli. Um var að ræða vináttuleik sem fram fór á CASA Arena í Horsens.

Danir komust yfir á 15. mínútu leiksins en Stefán Teitur jafnaði fimm mínútum síðar. Erlingur Agnarsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Hörður Ingi Gunnarsson leikmaður ÍA var í leikmannahóp Íslands. Bjarki Steinn Bjarkason leikmaður ÍA gat ekki tekið þátt í þessu verkefni vegna meiðsla.

Byrjunarlið Íslands

Elías Rafn Ólafsson (M)
Alfons Sampsted
Ísak Óli Ólafsson
Jónatan Ingi Jónsson
Daníel Hafsteinsson
Stefán Teitur Þórðarson
Jón Dagur Þorsteinsson (F)
Sveinn Aron Guðjohnsen
Willum Þór Willumsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Ari Leifsson