Kór Akraneskirkju slær í gegn í Þýskalandi


Kór Akraneskirkju hefur á undanförnum dögum verið á tónleikaferðalagi í Austurríki og Þýskalandi.

Kórinn hefur komið fram þrívegis og er óhætt að segja að undirtökurnar hafi verið frábærar.

Í dag tók kórinn þátt í kaþólskri messu í München í Þýskalandi.

Viðtökurnar voru frábærar eins og heyra má í þessu myndbandi sem tekið var í dag.

Hér má sjá brot frá fyrri tónleikum kórsins í München en myndbandið hefur nú þegar fengið yfir 2000 heimsóknir á facebook síðu skagafrettir.is.

Nánar verður fjallað um ferðalag kórsins síðar á skagafrettir.is