Ný gestabók á Háahnúk – hvað fara margir á Akrafjallið á einu ári?


Margir hafa lagt leið sína á hið formfagra Akrafjall að undanförnu í góða verðrinu.

Vinsælustu gönguleiðirnar eru Háihnúkur (555 metrar) og að Geirmundartindi (643 metrar.)

Göngufólk á öllum aldri fer á Akrafjallið á hverju ári.

Flestir skrá nafn sitt í gestabók sem er á Háahnúk.

Nýverið setti Magnús Brandsson göngugarpur og kylfingur nýja gestabók á Háhnúk – en sú gamla rúmaði ekki fleiri nöfn. Ekki liggur fyrir hversu margir göngugarpar leggja leið sína á Akrafjallið á hverju ári.

Akrafjall er eitt þeirra fjalla sem er tiltölulega auðvelt að ganga á og hentar því fjölskyldufólki sérstaklega vel.

Það þarf ekki mikla reynslu eða dýran útbúnað til að ganga á Akrafjall þó nauðsynlegur hlífðarfatnaður og lágmarks þrek verði að vera til staðar.