Sigurjón Ernir í 116. sæti á HM í utanvegahlaupum 2019


Skagamaðurinn Sigurjón Ernir Sturluson tók þátt á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum 2019.

Hann gerði sér lítið fyrir og endaði í 116. sæti þar sem hann hljóp 44 km. 4:29:49 klst. Alls tóku 450 keppendur þátt frá 54 löndum.

Þar á meðal margir af bestu fjallahlaupurum heims.

Sigurjón endaði í 116. sæti í karlaflokki og í 127. sæti yfir heildina.

Sigurjón Ernir segir frá hlaupinu með ítarlegum hætti á fésbókarsíðu sinni hér fyrir neðan.