Tryggvi Hrafn stóð upp úr í umferðum 1-7 hjá fotbolti.net


Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk í dag viðurkenningu frá vefmiðlinum fotbolti.net.

Framherjinn varð efstur í kosningu um besta leikmanninn í umferðum 1-7. í PepsiMax-deild karla.

Tryggvi fékk alls 47% atkvæða.

Sérfræðingar í þættinum Innkastið sáu um að tilnefna fjóra leikmenn í þessu kjöri.

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var einn af þessum fjórum leikmönnum og fékk Stefán 18% atkvæða.

Damir Muminovic og Kolbeinn Þórðarson úr Breiðabliki voru einnig tilnefndir.

Tryggvi Hrafn fékk í verðlaun Sony bluetooth heyrnartól 1000XM3 með noise cancel frá Origo.