ÍA TV með áhugavert viðtal við Arnór Sigurðsson


Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er í sumarfríi í gamla heimabænum um þessar mundir.

Arnór, sem verður tvítugur á þessu ári, leikur sem atvinnumaður hjá CSKA Moskvu í Rússlandi og hann hefur leikið með A-landsliðinu á undanförnum misserum.

Arnór var staddur á leik Kára og Dalvíkur/Reynis um s.l. helgi og hér má sjá viðtal sem ÍA TV tók við Arnór.

Í viðtalinu kemur ýmislegt fróðlegt fram.