Frábær sigur gegn Haukum – ÍA blandar sér í toppbaráttuna


ÍA lagði Hauka í kvöld í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu á Norðurálsvellinum á Akranesi.

Með sigrinum blandaði hið unga og efnilega lið ÍA sér í toppbaráttuna í næst efstu deild Íslandsmótsins.

Fríða Halldórsdóttir skoraði eina mark leiksins.

Leikurinn var í beinni útsendingu á ÍA TV.