Mikilvægur leikur hjá kvennaliði ÍA gegn Haukum í kvöld


ÍA og Haukar eigast við í kvöld í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19.15 á Norðurálsvellinum á Akranesi.

Helena Ólafsdóttir þjálfari ÍA hvetur stuðningsmenn liðsins til þess að mæta á leikinn og styðja við bakið á hinu unga liði ÍA.

ÍA er í næst efsta sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir. Árangur liðsins er áhugaverður sérstaklega í ljósi þess að liðið er skipað mjög ungum leikmönnum.

ÍA sigraði ÍR í 3. umferð 3-0 á útivelli. Helena segir í viðtali á heimasíðu ÍA að leikurinn gegn Haukum sé mikil áskorun fyrir liðið.

„.Haukar hafa bætt verulega við sig og hafa sett stefnuna upp í Pepsi max deildina. Við einbeitum okkur að okkar leik áfram og ef við gerum vel varnarlega og á okkar styrkleikum þá hef ég ekki áhyggjur af stelpunum. Þær hafa sýnt mikla baráttu og karakter sem fleytir okkur langt.“

Hvað gerist í kvöld?

Þetta verður klárlega hörkuleikur og ég vona að við fáum góða mætingu á völlinn. Að fólk komi og styðji stelpurnar því þær eiga það skilið. Stuðningsmenn okkar þurfa ekki að hafa áhyggjur af eldamennsku í kvöld. Stelpurnar fagna kvenréttindadeginum 19. júní, deginum sem konur fengu loksins kosningarétt árið 1915 með því að bjóða uppá grillaðar pylsur og gos fyrir leik og hefja keppni stundvíslega kl. 19:15 á Akranesvelli.http://localhost:8888/skagafrettir/2019/05/24/myndasyrpa-ia-grindavik-inkasso-deild-kvenna/