Fær Byggðasafnið í Görðum nýtt nafn? – áhugaverð umfjöllun í þættinum Að VestanByggðasafnið í Görðum á Akranesi var til umfjöllunar í þættinum Að Vestan sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni N4. Heiðar Mar Björnsson og Hlédís Sveinsdóttir fara vítt og breitt um Vesturland í þáttunum sem vakið hafa mikla athygli.

Rætt er við Ellu Maríu Gunnarsdóttur sem stýrir menningar – og safnamálum hjá Akraneskaupstað. Byggðasafnið í Görðum fagnar 60 ára afmæli í desember á þessu ári en 12-13 þúsund munir eru til á safninu.

Ella María segir m.a. frá því að nú standi yfir miklar breytingar á aðalsýningu safnsins. Ekki nóg með það þá eru uppi hugmyndir að gefa safninu eða sýningunni nýtt nafn.

Sara Hjördís Blöndal, sýningarstjóri og hönnuður, segir frá hugmyndafræðinni á bak við nýju sýninguna.