Það var mikill fögnuður í gær þegar leikmenn Kára fögnuðu langþráðum sigri í 2. deild karla í knattspyrnu. Káramenn lönduðu 5-0 sigri á heimavelli í Akraneshöllinni gegn gestunum í Garðabæ.
Kári hefur á undanförnum vikum sogast niður í fallbaráttuna og þrátt fyrir sigurinn er Kári í næst neðsta sæti deildarinnar.
Mörk Kára skoruðu: (upplýsingar frá urslit.net)
19′ Hlynur Sævar Jónsson (1-0)
31′ Guðfinnur Þór Leósson (2-0)
38′ Stefán Ómar Magnússon (3-0)
58′ Andri Júlíusson úr víti (4-0)
72′ Róbert Ísak Erlingsson (5-0)
Hér fyrir neðan sjá fögnuðinn hjá Kára.