Niðurrif mannvirkja á sementsreitnum er nánast lokið og framundan er mikið uppbyggingartímabil á þessu svæði.
Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar í þessu samhengi en ekkert hefur verið ákveðið enn sem komið er.
Einhver hreyfing er á málinu hjá bæjaryfirvöldum.
Stefnt er að því að ráða verkefnisstjóra sem mun sjá um að stýra því ferli sem framundan er í uppbyggingu á svæðinu.
Skipulags-og umhverfisráð Akraneskaupstaðar hefur falið Sævari Frey Þráinssyni og Sigurður Páli Harðarsyni að setja af stað ferli til að ráða tímabundið verkefnisstjóra að uppbyggingu sementsreits.