Ljósmóðir frá Akranesi vekur athygli fyrir rannsókn og meistararitgerð


Jóhanna Ólafsdóttir, ljósmóðir frá Akranesi, vann að áhugaverðu meistaraverkefni við Háskólann á Akureyri.

Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri heldur árlega ráðstefnuna Sjónaukann. Þar kynnti Jóhanna Ólafsdóttir helstu niðurstöður rannsóknar sinnar.

Jóhanna, sem er ljósmóðir, tók viðtöl við ljósmæður sem höfðu hætt eftir áföll í starfi.

Niðurstöðurnar eru áhugaverðar en Jóhanna fer yfir helstu atriðin í þessu áhugaverða viðtali sem er að finna á sjónvarpsstöðinni N4.