Starfsfólk Grundaskóla hefur staðið „Norðurálsvaktina“ í 34 ár


Starfsfólk Grundaskóla fékk þakklætisvott frá Knattspyrnufélagi ÍA fyrir frábært starf og mikla sjálfboðavinnu við Norðurálsmótið í knattspyrnu.

Grundaskóli og starfsmenn hans hafa frá upphafi 1985 eða í heil þrjátíu og fjögur ár verið dyggir stuðnings- og samstarfsaðilar í þessu verkefni.

Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla, tók við gjöfinni sem Sigurður Þór Sigursteinsson framkvæmdastjóri KFÍA afhenti fyrir hönd KFÍA.

„Knattspyrnufélag ÍA vill þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum sem komu að framkvæmd Norðurálsmótins 2019. Án aðkomu allra þessara aðila væri þetta ekki framkvæmanlegt. Í sameiningu stöndum við að flottasta fótboltamóti landsins og þó víðar væri leitað. Takk fyrir okkur- áfram ÍA,“ segir í tilkynningu frá KFÍA.